Sýnatökur vegna COVID-19

Mynd af frétt Sýnatökur vegna COVID-19
21.07.2021

Sýnataka á Suðurlandsbraut 34 er opin 8:15 til 12:00 og 12:45 til 16.00 virka daga, og 9:00 til 15:00 um helgar.

Þessi opnunartími á við allar sýnatökur vegna COVID-19. Á staðnum er upplýsingamiðstöð en einnig má nálgast upplýsingar á netspjalli heilsuvera.is. Upplýsingar eru ekki veittar í síma.

Sýnatökur vegna einkenna eða samkvæmt fyrirmælum Sóttvarnalæknis

Sýnatöku vegna COVID 19 er hægt að panta á heilsuvera.is með rafrænum skilríkjum.

Þau sem eru ekki með rafræn skilríki þurfa að hafa símasamband við heilsugæslustöð sem pantar þá sýnatökuna fyrir viðkomandi. Einnig geta þau sem eru ekki með rafræn skilríki mætt beint á Suðurlandsbrautina og fengið aðstoð við að skrá sig.

Rannsóknin er gjaldfrjáls enda sóttvarnarráðstöfun. Viðkomandi fær SMS skilaboð um boðun og niðurstöðu.

Íbúar á Íslandi og aðrir sem hafa tengslanet á Íslandi eru beðnir um að fara í sýnatöku vegna COVID-19 sem fyrst eftir komuna til landsins.

Sóttvarnalæknir beinir þeim tilmælum til þeirra sem eru bólusettir eða eru með sögu um fyrri COVID-19 sýkingu og eru búsettir á Íslandi, eða hafa hér tengslanet, að fara í sýnatöku vegna COVID-19 við komuna hingað til lands þrátt fyrir neikvætt PCR- eða antigen próf, sem tekið var fyrir brottför. 

Meðan beðið er niðurstöðu skal sérstaklega huga að smitgát. Þannig eru ferðamenn einnig beðnir að halda sig sem mest til hlés fyrstu dagana eftir heimkomu, heimsækja ekki viðkvæma einstaklinga, eins og þá sem hafa undirliggjandi sjúkdóma, aldraða eða sjúklinga á spítölum, og fara í sýnatöku án tafar finni þeir fyrir einkennum sem bent geta til COVID-19.

Sjá einnig: Íbúar á Íslandi og aðrir sem hafa tengslanet á Íslandi eru beðnir um að fara í sýnatöku vegna COVID-19 sem fyrst eftir komuna til landsins.

Sýnataka vegna ferðalaga erlendis

Skráning í sýnatöku vegna ferðalaga erlendis er á travel.covid.is 

PCR próf kosta 7000 ISK / 50 EUR, en hraðpróf (COVID-19 Ag Rapid Test) kosta 4000 ISK / 30 EUR.

Einstaklingar bera sjálfir ábyrgð á að kynna sér kröfur erlendra ríkja sem ferðast er til um gildistíma sýnatöku og vottorðs.

Ferlið frá sýnatöku og til útgáfu og sendingu PCR vottorðs tekur almennt allt að 24 klst. ef sýnataka fer fram á höfuðborgarsvæðinu en allt að 48 klst. ef sýni er tekið á landsbyggðinni. Vegna kerfislegra vandkvæða kann lengri tími að líða og sending vottorða kann að misfarast. Því er afar mikilvægt að panta tíma í sýnatöku með eins miklum fyrirvara og mögulegt er.

Mögulegt er að koma á Suðurlandsbraut 34, bóka og fá sýnatöku á staðnum og fá vottorð eftir Covid-19 hraðpróf eftir 30-40 mín.

Nánari upplýsingar á travel.covid.is (staðfestið annað hvort farsímanúmer eða netfang til nálgast upplýsingar)

Á staðnum er upplýsingamiðstöð en einnig má nálgast upplýsingar á netspjalli heilsuvera.is. Upplýsingar eru ekki veittar í síma.

Útgáfudagur fréttar er 21. júlí en síðast uppfært 23. júlí.