Dagskrá bólusetninga – vikur 29 – 34

Mynd af frétt Dagskrá bólusetninga – vikur 29 – 34
15.07.2021

Nú er fjöldabólusetningum lokið í bili á höfuðborgarsvæðinu og sumarleyfi hafin.

Næstu vikur verður bólusett eftir þörfum á Suðurlandsbraut 34. Bólusett er alla virka daga og mæting er kl. 14 stundvíslega. 
 
Þessi bólusetning er fyrir þá sem geta alls ekki beðið þar til eftir miðjan ágúst og hámarkið hvern dag eru 100 einstaklingar. Þar sem aðeins er um lágmarksmönnun að ræða verður fólk að reikna með einhver bið geti orðið.  (Uppfært 20. júlí)

Bólusett er með Pfizer og Janssen alla virka  daga. Seinni skammtur af AstraZeneca er mánudaga til fimmtudaga og Moderna er á miðvikudögum.

Þetta á ekki við um börn 12 -15 ára nema í sérstökum tilvikum. Til dæmis ef fólk er að flytja erlendis eða börnin eru með áhættuþætti m.t.t. alvarlegra veikinda vegna COVID-19. Sóttvarnalæknir mælir ekki með almennum bólusetningum hraustra barna 12-15 ára við COVID-19 að svo stöddu.

Sjá einnig: Fleiri algengar spurningar um bólusetningar

Ef nánari upplýsinga er þörf má hafa samband við netspjall á heilsuvera.is. Netspjallið er opið á milli kl. 8 og 22 alla daga. 

Vika 33 (16. til 20. ágúst)

Í kringum 17. ágúst (staðfest síðar) verður Pfizer endurbólusetning á Suðurlandsbraut 34. Þetta verður síðasta miðlæga fjöldabólusetningin.

Vika 34 og áfram (frá 23. ágúst )

Í haust er líklegt að fólk geti pantað að vera bólusett á sinni heilsugæslustöð. Líklegt er að Janssen og Pfizer verði í boði.

Foreldrar munu geta óskað eftir bólusetningu 12- 15 ára barna sinna eftir sumarleyfi heilsugæslu (staðfest síðar).

Þetta verður kynnt vel þegar þar að kemur.

Útgáfurdagur fréttar var 15. júlí. Síðast uppfært 20. júlí.