Vorfundur Strama

Mynd af frétt Vorfundur Strama
01.06.2021

Þann 20.maí síðastliðinn var haldinn fyrsti vorfundur Strama Ísland þar sem komu saman Stramalæknarnir og fulltrúar Þróunarmiðstöðvarinnar ásamt fulltrúum samstarfsaðilanna, Sóttvarnarlæknis og Sýklafræðideildar LSH. 

  • Jóhannes Bergsveinsson læknir á Akranesi kynnti fyrirkomulag Stramaverkefnisins í Svíþjóð
  • Jón Steinar Jónsson læknir og Brynjar Bjarkason verkefnisstjóri á ÞÍH kynntu samanburð milli stofnana á gögnum úr Gagnasýn Sögu
  • Anna Margrét Halldórsdóttir læknir hjá Sóttvarnarlækni kynnti þróun og stöðu sýklalyfjanotkunar á Íslandi
  • Kristján Orri Helgason læknir á Sýklafræðideild LSH kynnti stöðu og þróun sýklalyfjaónæmis
  • Michael Clausen barnalæknir var gestur fundarins og fjallaði um áhrif sýklalyfjanotkunar barna á þarmaflóru og heilsu

Að lokum var umræða um áherslur Stramaverkefnisins fyrir haustfundi Stramalækna á heilsugæslustöðvum landsins næstkomandi haust og markmið fyrir árið 2022 sem gætu stuðlað enn frekar að skynsamlegri ávísun sýklalyfja