Stöndum saman um heimilisofbeldi - Upplýsingar til allra starfsmanna

Mynd af frétt Stöndum saman um heimilisofbeldi - Upplýsingar til allra starfsmanna
24.11.2020

Menntadeild Landspítala og Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu standa saman að fræðslu um heimilisofbeldi, einkenni og úrræði sem hægt er að nálgast hér.

Fræðsluefninu er ætlað að veita almennar upplýsingar til starfsmanna heilbrigðisstofnana um heimilisofbeldi til að stuðla að vitundarvakningu og aukinni umræðu. Við erfiðar aðstæður í samfélaginu eykst heimilisofbeldi. Starfsmenn í heilbrigðiskerfinu geta verið í lykilstöðu að koma auga á einkenni og benda þolendum á úrræði.

Markmið efnisins er vitundarvakning; fræðsla og hvatning til að ræða um heimilisofbeldi.