Barn í sóttkví - vottorð fyrir foreldri

Mynd af frétt Barn í sóttkví - vottorð fyrir foreldri
13.10.2020

Ef barn er sett í sóttkví þarf annað foreldrið að taka að sér að vera með barninu í sóttkví. 

Foreldrar mega ekki skipta með sér sóttkví því þá eru fleiri útsetttir fyrir smiti.

Skipta þarf upp heimilinu eins og kostur er og gæta að smitvörnum.

Á 5. degi fer barnið svo í sýnatöku en ekki foreldrið. Ef annað eða bæði fá einkenni innan þessa 5 daga, þurfa þau að bóka sig í einkennasýnatöku, mæta ekki veik í sóttkvíarsýnatökuna. 

Foreldri getur fengið vottorð vegna sóttkvíar barns fyrir vinnuveitenda. Hægt er að nálgast vottorðið á svæði barnsins á Heilsuveru (velur nafn barnsins undir nafni þess sem skráir sig inn).  Ef forsjáraðili getur ekki nálgast vottorðið á Heilsuveru þarf að senda beiðni um vottorð á netfangið mottaka@landlaeknir.is

Nánari leiðbeiningar um sóttkví barna eru á vefnum Covid.is

 
(Fréttin var uppfærð 28. desember, með hlekk í covid.is í stað upplýsingaskjals sem ekki er lengur til staðar.)

(Fréttin var síðast uppfærð 25. janúar 2022)