Inflúensubólusetningar fyrir áhættuhópa

Mynd af frétt Inflúensubólusetningar fyrir áhættuhópa
07.10.2020

Inflúensubóluefnið er væntanlegt á heilsugæslustöðvarnar okkar á næstu dögum.

Vegna COVID-19 takmarkana verður áhersla lögð á að bólusetja áhættuhópa til að byrja með.

Áhættuhóparnir eru :

  • 60 ára og eldri
  • Fólk með langvinna sjúkdóma, s.s. hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdóma, sykursýki, illkynja sjúkdóma og aðra ónæmisbælandi sjúkdóma.
  • Þungaðar konur

Ef þú tilheyrir þessum hópum getur þú bókað bólusetningu á Mínum síðum á heilsuvera.is þegar þar að kemur. Það verður tilkynnt hér á vefnum þegar opnað verður fyrir bókanir.

Aðrir eru beðnir um að bíða þangað til almennar bólusetningar hefjast.

Til að stytta viðveru á stöðinni er best að vera í stutterma bol/skyrtu til að auðvelt sé að bera handlegg.

Mætum á réttum tíma, munum handþvott og grímur og hringjum á heilsugæslustöðina ef einhver einkenni eru til staðar.