Hvernig berast niðurstöður úr COVID-19 sýnatöku?

Mynd af frétt Hvernig berast niðurstöður úr COVID-19 sýnatöku?
29.09.2020

Hvar fær einstaklingur niðurstöður úr skimun/sýnatöku vegna COVID-19?

Jákvæðar niðurstöður:

Ef veiran finnst hjá þér er það alltaf tilkynnt símleiðis.

Einkennasýnataka:

Neikvæðar niðurstöður koma á Mínar síður á heilsuvera.is. Ef þú færð SMS frá heilsuveru þá er sýnið neikvætt. Spurningum um niðurstöður þarf að beina til heilsugæslunnar þinnar eða nota netspjall á heilsuvera.is. 
 
Landamæraskimun:

Neikvæðar niðurstöður koma í appið Rakning C-19 eða sem SMS. Ef þú hefur engin skilaboð fengið eftir 36 klst. þá er sýni neikvætt.

Sóttkvíarskimun:

Neikvæðar niðurstöður koma á Mínar síður á heilsuvera.is. Ef þú færð SMS frá heilsuveru þá er sýnið neikvætt. Ef þú hefur engin skilaboð fengið eftir 36 klst. þá er sýni neikvætt.

Íslensk erfðagreining skimun:

Neikvæðar niðurstöður koma á Mínar síður á heilsuvera.is. Ef þú færð SMS frá heilsuveru þá er sýnið neikvætt. Ef þú hefur engin skilaboð fengið eftir 36 klst. þá er sýni neikvætt.