Blóðprufur í Mjódd

Mynd af frétt Blóðprufur í Mjódd
12.08.2020

Frá og með 17. ágúst verður ekki hægt að taka við greiðslum þar sem blóðprufur eru teknar í Þönglabakka 1 í Mjódd. 

Greiða þarf fyrir blóðprufur þar sem beiðnin er gefin út. Þegar  komið er í blóðtöku þarf að sýna kvittun til  staðfestingar á greiðslu.

Þessi rannsóknarstofa sinnir einkum skjólstæðingum Heilsugæslunnar Mjódd og öðrum heilsugæslustöðum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Gert er ráð fyrir að búið sé að greiða rannsóknargjaldið á heilsugæslustöðinni þar sem rannsóknarbeiðni var gefin út.

Frétt var uppfærð 15. október 2020