Fræðsluefni til að huga að andlegri líðan á álagstímum

Mynd af frétt Fræðsluefni til að huga að andlegri líðan á álagstímum
16.07.2020
Á vef Landspítala er að finna samantekt á margvíslegu fræðsluefni og upplýsingum um þjónustu með yfirskriftinni „Saman gegnum kófið: Hugað að andlegri líðan“.
 
Efnið samanstendur af leiðbeiningum og góðum ráðum fyrir fólk til að vinna með álag og huga að andlegri líðan á álagstímum. Í efninu er að finna hvað hver og einn starfsmaður getur gert til að hlúa að eigin líðan, hvað við getum gert sem hluti af vinnustaðnum, og hvernig við ræðum við börnin. Auk þess er bent á aðstoð og þjónustu sem er boðin á Landspítalanum og víðs vegar í samfélaginu. 

Mikið er af hjálplegu efni á Heilsuveru um ýmis ráð og leiðbeiningar varðandi andlega líðan. Eins er hægt að hafa samband við heilsugæslustöðina í þínu hverfi eða í netspjalli á Heilsuveru. Starfsfólk Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins getur líka haft beint samband við fagstjóra sálfræðiþjónustu heilsugæslunnar í síma 513-5010.

Við mælum með að kíkja á þetta áhugaverða efni fyrir alla þá sem vilja vinna í sjálfum sér og styðja aðra.