Rannsókn á D-vítamínbúskap íslenskra skólabarna

Mynd af frétt Rannsókn á D-vítamínbúskap íslenskra skólabarna
01.07.2020
Rannsóknarteymi á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, Háskóla Íslands og Høgskulen på Vestlandet, Björgvin, Noregi, birti fyrir skemmstu grein í Læknablaðinu um rannsókn þar sem könnuð voru gildi D-vítamíns (1,25(OH)2D) og kalkvakahormóns (S-PTH) í blóði hjá nemendum 6 grunnskóla í Reykjavík þegar þeir voru á aldrinum 7 til 17 ára. 

Embætti Landlæknis ráðleggur að þéttni D-vítamíns í blóði sé minnst 50 nmól/l og var tilgangur rannsóknarinnar að kanna hversu stór hluti barna og ungmenna næðu þessu viðmiðunargildi við 7,9,15 og 17 ára aldur. Niðurstöður voru þær að blóðþéttni D-vítamíns hjá um eða yfir 60% barnanna væri undir viðmiðunargildinu. Einungis 13% þeirra náðu viðmiðum um þéttni yfir 50 nmól/l í endurteknum mælingum. S-PTH hafði neikvæða fylgni við D-vítamín við 7, 15 og 17 ára aldur en náði ekki marktækni við 9 ára aldur. Höfundar álykta að auka þurfi D-vítamíninntöku hjá þessum hópi þó svo að áhrif D-vítamínskorts á lýðheilsu séu ekki að fullu þekkt.


Greinina er að finna á eftirfarandi slóð: https://www.laeknabladid.is/tolublod/2020/05/nr/7335