Þjónustukönnun hjá Geðheilsuteymi HH Austur

Mynd af frétt Þjónustukönnun hjá Geðheilsuteymi HH Austur
30.06.2020

Þjónustukönnun var gerð hjá Geðheilsuteymi HH Austur seinni part árs 2019. 

Markmiðið var að fá mat þjónustuþega á upplifuðum gæðum þjónustunnar og skoða skoða lífsgæði þeirra og stuðning. Einnig var verið að skoða virðingu og valdeflingu í samskiptum innan þjónustunnar og hvað starfsmenn geðheilsuteymisins geta lagfært til að þjónustan sé betri.

Stefnt er að því að þessi þjónustukönnun sé í alltaf í gangi og verði lögð fyrir alla einstaklinga sem hafa verið í þrjá mánuði eða lengur í þjónustu hjá teyminu og alltaf lögð fyrir skjólstæðinga sem útskrifast frá teyminu. 

Til að tryggja nafnleynd eru það móttökuritarar sem rétta þjónustuþega könnunareyðublaðið sem hann setur sjálfur í lokað box eftir að hafa fyllt það út.

Könnunin byggir á  meistararitgerð í kennslufræði- og lýðheilsudeild HR: Bætt þjónusta, virðing og velferð. Sívirk viðhorfskönnun hjá notendum heilbrigðis- og félagsþjónustu sem Guðrún Gyða Ölvisdóttir gerði vorið 2011, leiðbeinandi var Þorlákur Karlsson og kom hann einnig að breytingum sem gerðar voru áður en þjónustukönnunin var innleidd hjá Geðheilsuteymunum. 

Alls tóku 63 einstaklingar þátt í könnuninni. Í hópnum voru 51 kona og 12 karlar á aldrinum 18 – 60 ára, flestir á aldrinum 26 -45 ára.   

Helstu niðurstöður um hvernig svarendur upplifa þjónustuna :
Móttökur mjög góðar eða frekar góðar - rúm 98%
Stuðningur og skilningur - rúm 98%
Fá nægan tíma oft eða alltaf - um 95%
Hvatning um þátttöku oft eða alltaf - rúm 92%
Mjög góð eða frekar góð ráðgjöf - um 97%
Mjög góð eða frekar góð fræðsla - 91%
Fengu bestu mögulega meðferð/aðstoð - 87%
Önnur úrræði voru kynnt - já sögðu rúm 88%

Á meðfylgjandi mynd meta einstaklingar lífsgæði sín á skalanum 1 – 10. 

Ef við horfum á jákvæð lífskjör 8 og yfir á lifsgæðakvarða, þá voru 44 undir 8 og 18 með 8 eða hærra. Einn svaraði ekki.