Mótefnamælingar COVID-19

Mynd af frétt Mótefnamælingar COVID-19
13.05.2020

Í framhaldi af umræðu um mótefnamælingar hjá einstaklingum sem hugsanlega hafa veikst af COVID-19.

Í ákveðnum tilvikum er hægt að fá mælingu á mótefnum hjá Landspítala samkvæmt beiðni frá lækni. Sú rannsókn er dýr og enn er óljóst hver borgar rannsóknina. Í skoðun er einnig, í samráði við sóttvarnalækni, hvenær þörf er á þessari rannsókn.  

Heilsugæslan mun því ekki gefa út beiðnir fyrir blóðsýnatökur vegna mótefnamælinga þar til allt er komið á hreint með forsendur og kostnað. Vonandi skýrist þetta á næstu dögum.  

Við vekjum jafnframt athygli á að byrjað er að safna blóðsýnum til mótefnamælinga hjá einstaklingum sem fara í blóðprufu af öðrum ástæðum. Þau sýni verða rannsökuð hjá Íslenskri erfðagreiningu á næstu vikum og mánuðum.

Allir verða upplýstir rafrænt um niðurstöður í Heilsuveru. Heilsugæslan hefur ekki aðgang að niðurstöðum Íslenskrar erfðagreiningar í dag.