Sóttkví – tilkynning og vottorð á Mínum síðum Heilsuveru

Mynd af frétt Sóttkví – tilkynning og vottorð á Mínum síðum Heilsuveru
24.03.2020

Sóttkví er 14 dagar. Eingöngu sóttvarnalæknir getur gefið undanþágu frá sóttkví eða stytt sóttkví. Neikvætt sýni í sóttkví fellir ekki niður sóttkví.

Nánari upplýsingar um sóttkví eru á Covid.is

Heilsugæslan heldur utan um fólk sem er í sóttkví. Þeir sem þurfa að fara í sóttkví samkvæmt ákvörðun heilbrigðisyfirvalda geta nú sjálfir skráð það og einnig óskað eftir vottorði um sóttkví.

Það er gert á Mínum síðum á heilsuvera.is. Nauðsynlegt er að hafa rafræn skilríki.

Á Mínum síðum er smellt á flipann COVID-19 sem er næst fyrir neðan heimasvæðisflipann, efst vinstra megin. Þar eru báðar þessar aðgerðir: Tilkynning um sóttkví og Vottorð vegna sóttkvíar

Þeir sem hafa ekki rafræn skilríki og geta ekki nýtt sér heilsuveru eiga að hafa samband við heilsugæslustöðina sína til að tilkynna sóttkví. Heilsugæslustöðin kemur upplýsingum um sóttkví viðkomandi til sóttvarnalæknis.

Til að fá vottorð um sóttkví, geta þeir sem þess þurfa en eru ekki með rafræn skilríki sent tölvupóst á netfangið: mottaka@landlaeknir.is og skrá í efnislínu: Staðfesting á sóttkví.