Áhersla á sýnatöku hjá þeim sem eru í áhættuhópum

Mynd af frétt Áhersla á sýnatöku hjá þeim sem eru í áhættuhópum
13.03.2020

Gríðarlegt álag hefur verið á síma- og vefþjónustu heilsugæslunnar.  Mikið af fólki með flensulík einkenni er að óska eftir sýnatöku. 
 
Nú er sú breyting á að lögð verður áhersla á þá sem eru í aukinni áhættu fyrir alvarlegar sýkingar.  Einstaklingar í áhættuhópi sem eru með ≥ 38,5°C, beinverki og hósta eru í forgangi.

Ákvörðun um sýnatöku er því í höndum lækna og hjúkrunarfræðinga á heilsugæslustöðvunum. Sýnatökur verða áfram hjá fólki sem er með einkenni og kemur af áhættusvæðum eða hefur verið í nánum samskiptum við smitaðan einstakling. 
 
Fólki í áhættuhópi sem er með öll þessi einkenni er bent á að hafa samband símleiðis við sína heilsugæslustöð.

Aðrir sem eru með einkenni en ekki alvarlega veikir er vinsamlega bent á að viðhafa góða smitgát og vera heima þar til einkennalaus, óþarfi að hafa samband við heilsugæsluna.   

Sjá uppfærðar leiðbeiningar í frétt 18. mars.