COVID-19- uppfærðar upplýsingar

Mynd af frétt COVID-19- uppfærðar upplýsingar
25.02.2020

Við vekjum athygli á síðunni Kórónaveira á vef Embættis landlæknis Þar eru alltaf nýjustu upplýsingar.

Ekki koma beint á heilsugæslustöð, hringdu fyrst

Til að draga úr smithættu er fólki sem hefur ástæðu til að ætla að það hafi sýkst af kórónaveirunni, bent á að hringja á heilsugæsluna á opnunartíma eða í vaktsímann 1700 sem er opinn allan sólarhringinn og fá leiðbeiningar. 

Fólk sem hefur einkenni sjúkdómsins á ekki að koma á heilsugæsluna eða bráðamóttöku beint heldur hringja og fá ráðleggingar. Helstu einkenni eru hiti, hósti, beinverkir og öndunarerfiðleikar.

Góð handhreinsun er mikilvægasta ráðið fyrir heilbrigða til að forðast smit.

Handþvottur með vatni og sápu er æskilegastur ef hendur eru óhreinar, en hendur sem virðast hreinar en hafa komið við sameiginlega snertifleti s.s. hurðarhúna, eða tekið við hlutum úr annarra höndum s.s. peningum eða greiðslukortum má hreinsa með handspritti.

Ferðalög

Þeir sem eru erlendis eða hyggja á ferðalög þurfa að kynna sér staðbundnar leiðbeiningar.

Skoðið myndband á facebooksíðu HH

Fréttin verður uppfærð eftir þörfum.