Óveður 10. desember

Mynd af frétt Óveður 10. desember
09.12.2019

Mjög slæm veðurspá er í dag, 10. desember. 

Við bendum þeim sem eru með bráð erindi að vera snemma á ferðinni en veðrið á að versna upp úr hádegi.  Heilsugæslustöðvar eru alltaf með þjónustu fyrir bráð erindi allan daginn.

Reynt verður að færa tímabókanir seinni partinn eins og mögulegt er. Annað hvort flýtt fram í hádegi eða seinkað um nokkra daga. Starfsfólk og skjólstæðingar geta þá komist heim til sín áður en versta veðrið skellur á.

Reiknað er með allar stöðvar séu opnar allan daginn en það gæti breyst eftir aðstæðum. 

Eins og spáin er núna er reiknað með að síðdegisvaktir verði opnar en það verður metið þegar líður á daginn. Einhverjar stöðvar loka síðdegisvakt kl. 17:00.

Heimahjúkrun fer í vitjanir í kvöld en reynt hefur verið að draga eins mikið úr þeim og kostur er á með því m.a. að hringja í skjólstæðinga í stað þess að fara í vitjun.

Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ lokar síðdegisvakt kl. 17:00.

Heilsugæslan Efstaleiti lokar síðdegisvakt kl. 17:00.

Fréttin verður uppfærð eftir þörfum. Síðast uppfært 13:20.