Takmörkuð starfsemi á heilsugæslustöðvum 31. okt. og 1. nóv.

Mynd af frétt Takmörkuð starfsemi á heilsugæslustöðvum 31. okt.  og 1. nóv.
25.10.2019

Á hverju ári heldur Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) svokallaða Fræðadaga. Núna eru þeir 31. október og 1. nóvember.

Fræðadagar eru ráðstefna sem stendur í einn og hálfan dag, eftir hádegi á fimmtudegi og allan föstudaginn.

Ráðstefnan er símenntunarvettvangur fyrir starfsmenn HH og annað fagfólk í heilsugæslu. Þarna fá starfsmenn fjölbreytta fræðslu sem hjálpar þeim svo að vinna starf sitt vel og veita góða þjónustu.

Þessa tvo daga er lágmarksmönnun á heilsugæslustöðvum og öðrum starfsstöðvum HH.  

Mjög fá viðtöl eru bókuð þessa daga og áhersla lögð á að sinna áríðandi erindum.

Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda og þökkum skilninginn.