Bið eftir greiningu á Þroska- og hegðunarstöð

Mynd af frétt Bið eftir greiningu á Þroska- og hegðunarstöð
09.10.2019

Vegna ummæla um biðtíma á Þroska- og hegðunarstöð sem birtust í fjölmiðlum í vikunni viljum við benda á eftirfarandi:

Eftir tilvísun má reikna með að bið eftir ADHD greiningu sé almennt um 11-12 mánuðir, en þegar grunur er um einhverfu er biðin allt að 14 mánuðum. 

Ef vandinn er mjög alvarlegur getur biðin verið styttri, vegna forgangs.

Við gerum okkar besta til að stytta biðtíma eins og hægt er án þessa að slaka á kröfum um faglega vinnu, en nú eru yfir 400 börn á biðlista.

Heildarbiðtími eftir greiningu er þó yfirleitt lengri því fyrst er einhver biðtími innan skólakerfisins áður en tilvísun berst til Þroska- og hegðunarstöðvar.