Nýr svæðisstjóri í Heilsugæslunni Mosfellsumdæmi

Mynd af frétt Nýr svæðisstjóri í Heilsugæslunni Mosfellsumdæmi
26.08.2019

Dagný Hængsdóttir hefur verið ráðin í starf svæðisstjóra og fagstjóra hjúkrunar Heilsugæslunnar Mosfellsumdæmi til fimm ára frá og með 21. ágúst 2019.

Dagný er með B.Sc. gráðu í hjúkrun og meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands. 

Hún hefur starfað á barnadeild og við öldrunarhjúkrun en síðustu 12 ár verið stjórnandi heimaþjónustu/heimahjúkrunar hjá Reykjavíkurborg.

Hún hefur auk þess verið sérfræðikennari við HÍ þar sem hún hefur leiðbeint nemum í heimahjúkrun.

Við bjóðum Dagnýju velkomna til starfa hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Á myndinni er Dagný í Base Camp á Everest en fjallgöngur eru meðal áhugamála hennar.