Þjónustan í Heilsugæslunni Mosfellsumdæmi að komast í eðlilegt form

Mynd af frétt Þjónustan í Heilsugæslunni Mosfellsumdæmi að komast í eðlilegt form
12.06.2019
Við biðjumst velvirðingar á því hvað erfiðlega hefur gengið að sinna íbúum sem tilheyra Heilsugæslunni Mosfellsumdæmi. Óvænt veikindi starfsmanna og breytingar á mönnun hafa valdið læknaskorti á heilsugæslustöðinni undanfarnar vikur.

Þetta stendur þó allt til bóta og mönnun að komast í betra form. Einnig er verið gera ákveðnar breytingar á innra starfi og fyrirkomulagi sem leiða vonandi til betri þjónustu við íbúa bæjarins.  

Við gerum allt sem við getum til að þjóna okkar fólki sem best og okkur þykir miður að við höfum ekki náð að gera eins vel og við hefðum viljað þessa dagana. 

Fyrir hönd starfsfólks Heilsugæslunnar þökkum við þá biðlund og traust sem þið hafið sýnt okkur og heitum því að vinna áfram að öflugri heilsugæslu.

Það eru þó bjartari dagar í vændum með betri mönnun og betra aðgengi að þjónustu.

Í dag var undirritaður samningur um nýja heilsugæslustöð í Mosfellsbæ og það er mikið tilhlökkunarefni að fara þar inn. Starfsfólk heilsugæslunnar er þegar farið að undirbúa starfsemina á nýrri stöð.