Ársskýrsla HH 2018 er komin út

Mynd af frétt Ársskýrsla HH 2018 er komin út
28.05.2019

Ársskýrsla Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er komin út. 

Það er gleðiefni hve margir áfangar náðust á árinu 2018. 

Í skýrslunni er farið yfir helstu tíðindi.

Þar á meðal eflingu rafrænna samskipta og miðlunar á vef, áfanga í geðheilbrigðismálum, nýtt endurhæfingarteymi, mannauðsmálin og margt fleira.

Á sínum stað eru fastir liðir eins og reikningsyfirlit, tölur um ársverk og lykiltölur um samskipti.

Ársskýrsla Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins 2018

Skýrslan kemur út í dag í tilefni af fyrsta ársfundi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Ársfundurinn er haldinn á Hótel Natura, frá kl. 14.30 til 16:00.

Streymt er frá fundinum og á streymissíðu verður einnig hægt að skoða upptöku.

Eins og undanfarin ár er skýrslan birt hér á vefnum og ekki prentuð. Skýrslan er pdf skjal og því einfalt að prenta hana út ef vill.