Allir velkomnir í mislingabólusetningu

Mynd af frétt Allir velkomnir í mislingabólusetningu
26.03.2019

Nú er forgangi áhættuhópa í mislingabólusetningu lokið. Nú geta allir sem hafa ekki fengið mislinga eða eru bólusettir, komið á heilsugæslustöðvar og fengið bólusetningu. Þeir sem hafa fengið eina bólusetningu geta líka komið til að láta bólusetja sig.

Áfram er bólusett á opnum móttökum heilsugæslustöðvanna, milli kl. 8:00 og 16:00. Ekki þarf að panta tíma en það gæti verið einhver bið. Greiða þarf komugjald en bóluefnið er ókeypis.

Þó er rétt að vekja athygli á að bóluefnið er ekki nærri eins gagnlegt fyrir þá sem eldri eru og oft talað um þá sem eru fæddir fyrir 1970.  Ónæmiskerfið er ekki eins og hjá yngri og viðbrögð önnur og lélegri.

Ekki má bólusetja þungaðar konur. Þeir sem eru í ónæmisbælandi meðferð eða með ónæmisbælandi sjúkdómar þurfa að leita til síns sérfræðilæknis til að fá ráðleggingar.