Birtar rannsóknir á Þroska- og hegðunarstöð 2018

Mynd af frétt Birtar rannsóknir á Þroska- og hegðunarstöð 2018
18.03.2019

Undanfarin ár hafa ýmsar rannsóknir verið unnar af sálfræðingum Þroska- og hegðunarstöðvar HH í samvinnu við háskóla hérlendis og erlendis á sviði klínískrar barnasálfræði.  

Árið 2018 birtist afrakstur af hluta þessarar vinnu í eftirfarandi greinum eftir sálfræðinga á stöðinni í erlendum og innlendum ritrýndum tímaritum.  

Við óskum þeim Bettý, Birni Gauta, Dagmar, Söndru og meðhöfundum þeirra til hamingju með árangurinn.

Heildartexti efstu greinarinnar er aðgengilegur rafrænt. Hinar greinarnar geta áhugasamir nálgast hjá höfundum eða á bókasöfnum.

Hannesdottir, D. K., Sigurjonsdottir, S. B., Njardvik, U., & Ollendick, T. H. (2018). Do Youth with Separation Anxiety Disorder Differ in Anxiety Sensitivity From Youth with Other Anxiety Disorders? Child Psychiatry & Human Development, 1-9.

Studies on the relationship between separation anxiety disorder (SAD) in childhood and panic disorder (PD) in adolescence and adulthood have yielded results which suggest a common underlying vulnerability for both disorders. In this study, we examined whether one such possible vulnerability—anxiety sensitivity—differed for youth diagnosed with SAD versus other anxiety disorders. Anxiety sensitivity was assessed using the Childhood Anxiety Sensitivity Index (CASI) in 315 clinic-referred youth (ages 6–17, 113 girls). 145 children (46%) were diagnosed with one or more primary anxiety disorder, including SAD (n = 22), generalized anxiety (GAD) (n = 79), social anxiety (SocA) (n = 55), and specific phobia (SP) (n = 45). Children with SAD reported higher levels of anxiety sensitivity and fears of physical symptoms than children with SP and SocA, but not children with GAD. We speculate that children who have SAD and GAD and high anxiety sensitivity may be more vulnerable to develop PD.

Bjornsson, B. G., Saemundsen, E., & Njardvik, U. (2018). A survey of Icelandic elementary school teachers’ knowledge and views of autism–Implications for educational practices. Nordic Psychology, 1-12.

This study examined Icelandic elementary school teachers’ knowledge and views of autism spectrum disorders (ASDs). Teachers (n = 863) answered an online questionnaire including demographic questions, statements about ASDs and statements related to the respondents’ views on the education of children with ASDs. The age distribution and proportion of regular classroom teachers to special education teachers was similar to the general population of teachers. The results show that the teachers’ knowledge of effective teaching methods is fairly good but greater uncertainty was evident in the answers to statements related to the nature of ASDs. Teachers’ views on the suitability of special schools for children with ASDs differed but the majority agreed that their own education did not adequately cover the issues of teaching children with ASDs. The results indicate a need for training and continuing education for teachers working with children diagnosed with ASDs.

Ragnarsdottir, B., Hannesdottir, D. K., Halldorsson, F., & Njardvik, U. (2018). Gender and Age Differences in Social Skills Among Children with ADHD: Peer Problems and Prosocial Behavior. Child & Family Behavior Therapy, 1-16.

Gender differences in peer problems and prosocial behavior among children with attention-deficit hyperactivity disorder (ADHD) were examined. Parents and teachers rated social functioning on the Strengths and Difficulties Questionnaire (SDQ) among 592 children (age 5–10 years) with ADHD and among 215 children (age 6–10 years) in a community sample. Results in the clinical group revealed significant interaction effects where older boys showed fewer peer problems than younger boys, but older girls had similar peer problems as younger girls. Teachers reported less prosocial behavior among younger girls than older girls. No gender differences in social problems emerged for the nonclinical comparison group.

Dagmar Kr. Hannesdóttir, Freyr Halldórsson, Drífa J. Helgadóttir og Sigrún Þórisdóttir. (2018). Próffræðilegir eiginleikar BRIEF listans og mat á stýrifærni barna með ADHD á Snillinganámskeiði. Sálfræðiritið, 23, 53-66. 

Mat á stýrifærni (e. executive function) er mikilvæg viðbót við greiningu á ADHD hjá börnum og unglingum. Stýrifærni vísar meðal annars til þátta eins og vinnsluminnis, sjálfsstjórnar, tilfnningastjórnar og skipulagsfærni. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta próffræðilega eiginleika íslenskrar þýðingar á BRIEF (e. Behavior Rating Inventory of Executive Function) meðal foreldra íslenskra grunnskólabarna. Tvær samliggjandi rannsóknir voru framkvæmdar; annars vegar Rannsókn I þar sem athugaðir voru próffræðilegir eiginleikar BRIEF-listans og framkvæmd staðfestandi þáttagreining þar sem foreldrar 600 barna í 4.–10. bekk í sjö grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu svöruðu listanum. Hins vegar var framkvæmd Rannsókn II þar sem BRIEF-listinn var notaður í hópi 8–11 ára barna með ADHD til að skoða breytingar fyrir og eftir Snillinganámskeið sem þau tóku þátt í. Niðurstöður sýndu að áreiðanleiki og endurprófunaráreiðanleiki íslenskrar þýðingar BRIEF-listans reyndist góður og samleitni réttmæti við sambærilega lista var gott. Framkvæmd var staðfestandi þáttagreining þar sem notast var við ML-matsaðferð (e. maximum likelihood estimation) og niðurstöður bornar saman við upprunalega bandaríska útgáfu listans. Niðurstöður sýndu að gögnin féllu þokkalega að ætlaðri þáttauppbyggingu BRIEF-listans. Viðbótargreining var framkvæmd til að varpa frekara ljósi á uppbyggingu listans. Gagnsemi BRIEF-listans var metin til að skoða breytingar á stýrifærni í lok Snillinganámskeiðs. Einnig voru skoðaðar breytingar á ADHD-einkennum og kom fram að foreldrar mátu athyglisbrestseinkenni minni eftir námskeiðið. BRIEF-listinn getur verið gagnlegt mælitæki til að veita skilvirkari ráðgjöf og til að meta árangur meðferðar fyrir börn og unglinga með frávik í hegðun, þroska og líðan.