Mislingabólusetning gengur vel og enn er til bóluefni

Mynd af frétt Mislingabólusetning gengur vel og enn er til bóluefni
09.03.2019

Bólusetning gekk vel í dag en opið var á heilsugæslustöðvum frá kl. 12:00 -15.00.

Á hverri stöð voru bólusett á bilinu 30 til 90 börn, og sumstaðar nokkrir fullorðnir að auki. Foreldrar hafa verið ánægðir með átakið og starfsfólk á hrós skilið.

Allir eiga bóluefni fyrir morgundaginn og það verður opið á öllum stöðvum frá kl. 12.00 til 15:00.

Til viðbótar við börn 6 til 18 mánaða gömul er nú líka boðið upp á bólusetningu fyrir fullorðna fædda 1970 og síðar.

Við erum ánægð með hvað margir komu í bólusetningu með litlum fyrirvara og hvetjum óbólusetta til að fjölmenna líka á morgun.

Við minnum á að fólk á að geta mætt áhyggjulaust á heilsugæslustöðvar. Þeir sem hafa verið útsettir fyrir smiti eru búnir að fá þjónustu og eru ekki á heilsugæslustöðvum.