Nýr framkvæmdastjóri hjúkrunar

Mynd af frétt Nýr framkvæmdastjóri hjúkrunar
07.12.2018
Nýr framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá HH, Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, hóf störf 1. desember. Hún var áður sviðstjóri heilsuverndar skólabarna á Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu.
 
Ragnheiður Ósk tekur við góðu búi frá Þórunni Ólafsdóttur sem var framkvæmdastjóri hjúkrunar frá árinu 1999. Fyrir þann tíma var Þórunn yfirhjúkrunarfræðingur hjá Heilsugæslunni Seltjarnarnesi og Vesturbæ.
 
Við þökkum Þórunni fyrir gott samstarf í áratugi og óskum henni velfarnaðar.
 
Um leið bjóðum við Ragnheiði Ósk velkomna til áframhaldandi starfa hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
 
Á myndinni eru Ragnheiður Ósk og Þórunn á síðasta vinnudegi Þórunnar.