Fjórir sóttu um starf framkvæmdastjóra hjúkrunar

Mynd af frétt Fjórir sóttu um starf framkvæmdastjóra hjúkrunar
18.09.2018

Umsóknarfrestur um starf framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins rann út 10. september síðastliðinn. Fjórir umsækjendur eru um starfið. 

Umsækjendur eru:

  • Margrét Grímsdóttir
  • Oddfríður R Þórisdóttir
  • Ólöf Petrína Alfreðsdóttir Anderson
  • Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins veitir íbúum höfuðborgarsvæðisins aðgengilega, samfellda og alhliða heilsugæsluþjónustu. Þjónustan grundvallast á sérþekkingu á sviði heimilislækninga, hjúkrunar og heilsuverndar og byggir á víðtæku þverfaglegu samstarfi.

Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaðurinn í heilbrigðisþjónustunni þar sem öllum þörfum notenda er mætt og þeim leiðbeint yfir í önnur kerfi heilbrigðisþjónustunnar eftir því sem þörf er á.