Fjórir sóttu um starf framkvæmdastjóra hjúkrunar

18.09.2018

Umsóknarfrestur um starf framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins rann út 10. september síðastliðinn. Fjórir umsækjendur eru um starfið. 

Umsækjendur eru:

  • Margrét Grímsdóttir
  • Oddfríður R Þórisdóttir
  • Ólöf Petrína Alfreðsdóttir Anderson
  • Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins veitir íbúum höfuðborgarsvæðisins aðgengilega, samfellda og alhliða heilsugæsluþjónustu. Þjónustan grundvallast á sérþekkingu á sviði heimilislækninga, hjúkrunar og heilsuverndar og byggir á víðtæku þverfaglegu samstarfi.

Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaðurinn í heilbrigðisþjónustunni þar sem öllum þörfum notenda er mætt og þeim leiðbeint yfir í önnur kerfi heilbrigðisþjónustunnar eftir því sem þörf er á.