Páll Þorgeirsson heimilislæknir hættir vegna aldurs

Mynd af frétt Páll Þorgeirsson heimilislæknir hættir vegna aldurs
28.05.2018

Páll Þorgeirsson heimilislæknir hefur hætt störfum á Heilsugæslunni Seltjarnarnesi og Vesturbæ vegna aldurs. 

Starfsfólk stöðvarinnar þakkar Páli fyrir frábær störf og gott samstarf. 

Skjólstæðingar Páls verða áfram skráðir á Heilsugæsluna Seltjarnarnesi og Vesturbæ og velkomnir þangað.

Þrír nýjir heimilislæknar, Guðmundur Jörgensen, Sigurlaug Árnadóttir og Tryggvi Baldursson munu hefja störf haustið 2018 og skjólstæðingar geta skráð sig hjá þeim þegar þar að kemur.