Framkvæmdir við Heilsugæsluna Hlíðum

Mynd af frétt Framkvæmdir við Heilsugæsluna Hlíðum
16.05.2018

Nú eru að fara af stað framkvæmdir á lóð Heilsugæslunnar Hliðum. Þær hefjast í byrjun júní og áætlað er að þær standi yfir til ágústloka. 

Framkvæmdunum mun fylgja mikið rask og meðal annars verða grafnir djúpir skurðir í kringum bygginguna. Vatn liggur við sökkla hússins og því er nauðsynlegt að endurnýja drenlagnir. 

Einnig verður aðgengi að heilsugæslustöðinni bætt og mun það batna til muna.

Meðan á þessu stendur verður reynt að hafa leiðir að húsinu eins greiðar og mögulegt er miðað við aðstæður.

Við biðjum þá sem erindi eiga á stöðina afsökunar á óþægindum sem þetta kann að valda.