Fræðadagar 1.-2. nóvember 2018

Mynd af frétt Fræðadagar 1.-2. nóvember 2018
17.04.2018

Fræðadagar heilsugæslunnar verða haldnir 1. – 2.  nóvember 2018.

Yfirskrift daganna að þessu sinni er: Listin að eldast vel – alla ævi. Þetta sjónarhorn verður notað til að skoða viðfangsefni heilsugæslu frá ýmsum hliðum.

Dagskrárvinna er í fullum gangi og verður dagskráin kynnt hér á vefnum í september.

Skipulagsstjóri Fræðadaganna  að þessu sinni er Auður Ólafsdóttir sjúkraþjálfari á Þróunarstofu HH. Aðrir í framkvæmdanefndinni eru Elín Eiríksdóttir, Kristín Sif Gunnarsdóttir, Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir og Sesselja Guðmundsdóttir en auk þeirra eru Gríma Huld Blængsdóttir, Inga Valgerður Kristinsdóttir og Jón Steinar Jónsson í dagskrárnefnd.

Fræðadagar eru árlegur viðburður hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) og verða nú haldnir í tíunda sinn. Þróunarstofa heilsugæslunnar hefur umsjón með Fræðadögum.

Fræðadagarnir verða nú haldnir á nýjum stað, Hótel Nordica, og skráning hefst 1. október.

Takið dagana frá og við hlökkum til að sjá ykkur á Fræðadögunum.