Nýtt símkerfi og ný símanúmer hjá HH

Mynd af frétt Nýtt símkerfi og ný símanúmer hjá HH
25.01.2018

Þessar vikurnar er verið að taka í notkun ný símanúmer hjá öllum starfstöðvum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH). Nokkrar starfstöðvar eru þegar byrjaðar að nota nýju númerin og svo bætast við tvær á viku þar til verkinu lýkur í byrjun mars. 

Nýju númerin byrja öll á 513-  og aðal númerið er 513-5000.

Þetta er liður í því að verið er að taka í notkun nýtt símkerfi hjá HH en því miður hefur verið nokkuð um það undanfarin misseri að símkerfið hefur ekki ráðið við álagið þegar það er mest. Nýtt símkerfi mun gera okkur kleift að veita betri þjónustu .

Það tekur einhvern tíma að breyta símanúmerum HH alls staðar þar sem þau eru skráð, bæði hér á vef HH og annars staðar. Fyrst um sinn er hægt að hringja í gömlu númerin og símtöl eru áframsend í nýju númerin þannig að það fá allir góðan aðlögunartíma meðan verið er að uppfæra upplýsingar.