Móttökustandur Heilsugæslunni Firði

Mynd af frétt Móttökustandur Heilsugæslunni Firði
30.11.2017

Í byrjun vikunnar var tekinn í notkun móttökustandur í Heilsugæslunni Firði.

Þetta er önnur sjálfsafgreiðsluvélin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) en sú fyrsta var sett upp í Heilsugæslunni Mjódd í apríl á þessu ári.

Í fyrsta skrefi geta þeir sem koma í gjaldfrjálsa þjónustu, eins og mæðravernd og ung-og smábarnavernd, stimplað sig inn í gegnum standinn með því að slá inn kennitölu. Þá þurfa þeir ekki að bíða í röð í afgreiðslu til að tilkynna að þeir séu mættir heldur fengið sér strax sæti á biðstofu.

Þetta minnkar líka álag á starfsfólk í móttökunni sem getur þá veitt öðrum betri þjónustu, bæði á staðnum og í síma.

Stefnt er að því að samskonar móttökustandar verði teknir í notkun á öllum heilsugæslustöðvum HH á næstu vikum og mánuðum. Heilsugæslan Grafarvogi verður næst í röðinni.

Á myndinni eru frá vinstri: Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri lækninga, Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri og Guðrún Gunnarsdóttir, svæðisstjóri og fagstjóri lækninga Heilsugæslunni Firði.