Nýr heimilislæknir í Heilsugæslunni Mjódd

Mynd af frétt Nýr heimilislæknir í Heilsugæslunni Mjódd
20.09.2017

Margrét Lára Jónsdóttir hefur verið ráðin sem sérfræðingur í heimilislækningum við Heilsugæsluna Mjódd frá 1. september 2017.

Margrét lauk grunnnámi læknisfræðinnar frá Háskólanum í Óðinsvéum, Syddansk Universitet júní 2008 og kandídatsári í kjölfarið sumarið 2009. 

Að því loknu tók við sérnám í heimilislækningum sem lauk í janúarbyrjun 2015. Margrét Lára tók sérnámið í Heilsugæslunni Glæsibæ og hefur starfað þar síðan nóvember 2011.

Þess má geta að Margrét Lára er móðir tveggja drengja, 2 og 7 ára og frítímanum utan vinnu er því að mestu varið í að einbeita sér að uppeldi þeirra. Hún hefur spilað á fiðlu frá 5 ára aldri og reynt eftir því sem tími leyfir að taka þátt í starfi Sinfóníuhljómsveit Áhugamanna yfir vetrarmánuðina. 

Við bjóðum Margréti Láru velkomna til starfa í Heilsugæslunni Mjódd.