Lyfjaávísanir 2016

Mynd af frétt Lyfjaávísanir 2016
13.09.2017

Birtar hafa verið upplýsingar um þau lyf sem læknar þeirra 15 heilsugæslustöðva sem tilheyra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, auk lækna annarra starfsstöðva HH sem og lækna Heilsugæslunnar í Lágmúla og Heilsugæslunnar í Salahverfi, ávísuðu árið 2016. Áður hafa verið birt gögn fyrir árin 2007-2015. Nú hefur Heilsugæslunni í Lágmúla bætt í grunninn og þarf að hafa það í huga þegar tölur eru bornar saman við fyrri ár.

Heildarkostnaðurinn var 3,74 miljarðar króna, en 3,57 þegar verðmæti lyfjaávísana lækna Lágmúlastöðvarinnar hefur verið dregið frá. Breyting frá fyrra ári er því óveruleg. Vakin er athygli á að í inngangsyfirliti eru birtar tölur eins og þær koma úr gagnagrunninum hvort árið fyrir sig 2015 og 2016, en þegar fjallað er um breytingarnar í textanum hafa tölur frá Lágmúlastöðinni verið dregnar frá heildinni 2016.

Einnig er bent á að fjallað er ítarlegar um sýklalyfjaávísanir en starfshópur um skynsamlega sýklalyfjanotkun hefur farið yfir notkunarmynstrið með læknum Heilsugæslunnar og mun halda áfram að vinna frekari upplýsingar bæði fyrir hvern og einn lækni og stöðvarnar í heild.

Upplýsingarnar um lyfjaávísanirnar er að finna á hér á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.