Geðheilsustöð Breiðholts færist til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Mynd af frétt Geðheilsustöð Breiðholts færist til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
28.02.2017

Skrifað hefur verið undir samkomulag þess efnis að Geðheilsustöð Breiðholts/geðteymi heimahjúkrunar færist frá Velferðarsviði Reykjavíkur til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins frá og með 1. mars 2017.

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins tekur með ánægju við því metnaðarfulla starfi sem búið er að byggja upp á Geðheilsustöðinni og hlakkar til að styðja við starfsemina í framtíðinni.

Stöðin verður eins og áður í til húsa í Álfabakka 16 og áfram verður náið samstarf við Þjónustumiðstöð Breiðholts.

Verið er að ganga frá nánara skipulagi sem verður kynnt hér á vefnum bráðlega.