Ráðning heimilislæknis við Heilsugæsluna Sólvang

Mynd af frétt Ráðning heimilislæknis við Heilsugæsluna Sólvang
23.08.2016

Haukur Heiðar Hauksson, hefur verið ráðinn sem sérfræðingur í heimilislækningum við Heilsugæsluna Sólvang frá 1. júlí 2016. 

Haukur lauk grunnnámi læknisfræðinnar í Háskóla Íslands á árunum 2002 til 2008 og kandídatsprófi í kjölfarið.  Að því loknu starfaði hann í afleysingum á Sólvangi og á bráðamóttöku Landspítala Háskólasjúkrahúss. 

Haukur hóf formlega sérnám í heimilislækningum haustið 2011 sem hann lauk þann 1. mars síðastliðinn. 

Við viljum bjóða Hauk Heiðar velkominn til starfa innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.