Breytingar á símsvörun í Heilsugæslunni Mjódd

Mynd af frétt Breytingar á símsvörun í Heilsugæslunni Mjódd
11.04.2016

Til að bæta þjónustu við skjólstæðinga stöðvarinnar, stytta biðtíma og einfalda verklag verða þann 15. apríl gerðar eftirfarandi breytingar á fyrirkomulagi.

Lyfjaendurnýjun verður í gegnum sjálfvirkan símsvara milli kl. 9 og 11. Skjólstæðingar hringja í sama númer og áður en í stað þess að móttökuritari svari, tekur sjálfvirkur símsvari á móti lyfjapöntun. Skjólstæðingar eru samt frekar hvattir til að endurnýja lyf í gegnum Veru, heilsuvera.is, sem er einfaldasta leiðin.

Eins og áður er aðeins hægt að endurnýja lyf sem var ávísað af heimilislæknum stöðvarinnar. Sterk verkjalyf og sýklalyf eru ekki afgreidd með þessum hætti. Skjólstæðingar hafa svo samband við sitt apótek eftir kl. 16 til að staðfesta að lyfin hafi skilað sér.

Þann 15. apríl verður einnig breyting á símsvörun. Enn er hringt í sama númer, en þá er þeim skjólstæðingum sem telja sig þurfa samdægurstíma eða að komast á síðdegisvakt boðið að ýta á valmöguleika 1, til að skilja eftir skilaboð til hjúkrunarfræðings sem bókar alla samdægurstíma og síðdegisvaktina. Hjúkrunarfræðingurinn hringir svo til baka við fyrsta tækifæri. Ef ekkert er valið fær fólk samband við skiptiborð eins og áður.

Svo er stefnt að því fljótlega að bjóða upp á rafræna sjálfvirka innskráningu þegar mætt er á stöðina til að létta á móttökunni. Ekki er kominn dagsetning á þessa breytingu ennþá.