Svæðisstjóri heimahjúkrunar HH

  Svæðisstjóri heimahjúkrunar HH

  Mynd af frétt Svæðisstjóri heimahjúkrunar HH
  01.04.2016

  Sigrún Barkardóttir hefur verið ráðinn svæðisstjóri heimahjúkrunar HH.

  Staðan var auglýst í febrúar og átta umsóknir bárust.

  Heimahjúkrun HH í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi er ný sameinuðuð þjónusta heimahjúkrunar sem samkvæmt tímaáætlun á að hefja starfsemi í maí 2016.

  Sigrún er með  BS gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands og meistaranám í heilsugæsluhjúkrun frá Minnesotaháskóla í Minneapolis. Sigrún hefur frá 2015 stundað diplómanám við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands í opinberri stjórnsýslu fyrir stjórnendur í heilbrigðisþjónustu og mun ljúka því námi í vor. 

  Sigrún fékk sérfræðiviðurkenningu í heilsugæsluhjúkrun árið 2015. Hún hefur gegnt starfi yfirhjúkrunarfræðings í 10 ár við Heilsugæsluna Glæsibæ og starfar nú sem fagstjóri hjúkrunar við þá stöð. Hún gegndi stöðu lektors í heilsugæsluhjúkrun frá 2001-2003 og hefur síðan verið stundakennari við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands.  

  Sigrún hefur mikla reynslu af stjórnun, klínísku starfi og kennslu í heilsugæslu.

  Við bjóðum Sigrúnu velkomna til nýrra starfa hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.