Sameinuð heimahjúkrun á suðursvæðinu

Mynd af frétt Sameinuð heimahjúkrun á suðursvæðinu
03.02.2016

Framkvæmdastjórn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) hefur ákveðið að sameina heimahjúkrun á suðursvæðinu, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Samkvæmt tímaáætlun á ný starfsemi að hefjast í maí 2016.

Stefnan er að í sameinaðri heimahjúkrun HH á suðursvæðinu (SHS) verði til ein sameiginleg sýn um markvissa, faglega, sérhæfða og skilvirka heimahjúkrun sem miðar að því að koma til móts við þarfir þeirra sem þjónustunnar njóta. 

Mikil vinna liggur að baki sameiningarinnar og í mörg horn að líta.  Metnaður er til að bæta og efla þjónustuna með því að:

Útrýma biðlistum á kvöldin og um helgar, með sveigjanlegri þjónustueiningu
Efla samvinnu við félagslega heimaþjónustu í sveitarfélögunum
Skilgreina hlutverk hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu eldri borgara, tilraun á 5 heilsugæslustöðvum 
Sinna veikari sjúklingum sem þurfa sérhæfða hjúkrunarmeðferð
Meðaltalslengd vitjana sé 30-40 mínútur
Skráning verði í sama meðferðarskráningarkerfi í Sögu og hjúkrunarheimilin og LSH nota
Bæta gæði þjónustunnar – viðmið 13 gæðavísar Rai-Homecare

Áætlað er að sameinuð þjónusta heimahjúkrunar verði staðsett í Hlíðasmára 17 í Kópavogi, en húsnæðið hentar heimahjúkrun vel ekki síst vegna þess hve gott aðgengi er að stofnbraut og að staðsetningin er á landamærum Kópavogs og Garðabæjar.