HH með lið í WOW-cyclothon

Mynd af frétt HH með lið í WOW-cyclothon
19.06.2015

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins verður í fyrsta sinn með lið í hjólakeppni WOW-cyclothon sem fram fer dagana 23.-26. júní nk. 

Hjólað verður til styrktar uppbyggingar Batamiðstöðvar á geðsviði Landspítalans á Kleppi og eru samstarfsmenn hvattir til að styðja við bakið á sínu fólki og leggja inn en áheitasíðan er http://www.wowcyclothon.is/keppnin 

Liðið hefur einnig opnað facebooksíðu með myndum af liðsmönnum á æfingum 

Æft hefur verið af kappi undanfarna mánuði og er spenningur mikill innan hópsins. Á myndina vantar nokkra liðsmenn en þeir voru við æfingar erlendis þegar myndin var tekin.

Í liðinu eru: 

 • Unnur Þóra Högnadóttir 
 • Gunnar Þór Jónsson 
 • Emil Lárus Sigurðsson 
 • Ófeigur T Þorgeirsson
 • Alma María Rögnvaldsdóttir 
 • Sigrún Kristín Barkardóttir 
 • Helma Gunnarsdóttir 
 • Oddur Steinarsson 
 • Björn Rúnar Lúðvíksson
 • Gísli Ólafsson