Fundur með læknum á Norðurlöndum

Mynd af frétt Fundur með læknum á Norðurlöndum
18.06.2015

Norræn ráðstefna heimilislækna var haldin í Gautaborg 16.-18. Júní.

Fulltrúar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og Félags íslenskra heimilislækna notuðu tækifærið og héldu kvöldverðarfund fyrir íslenska heimilislækna og sérnámslækna í heimilislækningum búsetta á Norðurlöndunum. Þetta var gert með styrk Velferðarráðuneytisins.

Tilgangur fundarins var að kynna vinnuumhverfi heimilislækna á Íslandi og hvað er verið að gera til að bæta það, með það í huga að hvetja þennan hóp til að koma heim til starfa.

Læknarnir voru ánægðir með fundinn og margir þeirra stefna á að koma heim á næstu árum.

Á myndinni eru fundargestir