Leiðin að góðri tannheilsu

Mynd af frétt Leiðin að góðri tannheilsu
04.02.2014

Embætti landlæknis stendur fyrir árlegri tannverndarviku 3. til 8. febrúar 2014. Þema tannverndarviku í ár er „Leiðin að góðri tannheilsu". Að því tilefni hefur Embætti landlæknis gefið út þrjú veggspjöld með upplýsingum um mikilvæg atriði er tengjast góðri tannheilsu, þ.e. tannhirðu, takmarkaðri neyslu sykurs og glerungseyðingu. Veggspjöldin eru gefin út á prenti en einnig rafrænt á vef embættisins og er hægt að panta þau þar.

Skólaheilsugæslan sinnir skipulagðri heilbrigðisfræðslu og hvetur til heilbrigðra lífshátta.  Byggt er á hugmyndafræðinni um 6-H heilsunnar. 

Í kjölfar fræðslu til skólabarna fá foreldrar 6H- fréttabréf heim en áhersla er lögð á tannheilsu í 1. 4. og 7. bekk. 

6H efnið um tannvernd hefur nú verið yfirfarið og það er gaman að benda á það í tengslum við tannverndarvikuna því áherslur í 6H-fréttabréfum til foreldra tóna vel við þema tannverndarvikunnar. Fréttabréfin eru nokkurs konar vegvísir á leiðinni að bættri tannheilsu.

Foreldabréf 1. bekkur
Foreldrabréf 4. bekkur
Foreldrabréf 7. bekkur

Í tengslum við tannverndarviku munu tannlæknar ásamt tannlæknanemum heimsækja flesta grunnskóla landsins og ræða um bætta tannhirðu og breyttar neysluvenjur

Auk þess er vakin athygli á því að frá 1. janúar 2014 eru tannlækningar gjaldfrjálsar utan 2500 kr. árlegs komugjalds fyrir þriggja ára börn og börn á aldrinum 10 til og með 17 ára.