Fræðadagar heilsugæslunnar 2013

Mynd af frétt Fræðadagar heilsugæslunnar 2013
09.10.2013

Fimmtu Fræðadagar heilsugæslunnar verða haldnir 7. og 8. nóvember 2013 á Grand hóteli, Reykjavík

Í boði eru 9 málstofur um afmörkuð efni auk 6 meginerinda,  þar sem fjölmargir fyrirlesarar og fundarstjórar bjóða upp á fjölbreytt og fróðlegt efni og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Meðal annars er fjallað um samvinnu heilbrigðisstétta, gervivísindi og kukl, alþjóðaheilsu, kynáttunarvanda, geðheilsu barna og aldraðra, sykursýki, einhverfuróf, álitamál tengd nýju lífi, héraðslækningar, eflingu öruggrar móttöku, bakteríur, klínískar leiðbeiningar og siðfræði.

Fræðadagarnir eru eftir hádegi fimmtudaginn 7. nóvember og allan daginn föstudaginn 8. nóvember. Eins og áður er hægt að vera allan tímann eða hluta tímans.

Skráning og allar nánari upplýsingar eru Fræðadagasíðunni