Styrkur til Þroska- og hegðunarstöðvar frá Kvenfélagi Garðabæjar

Mynd af frétt Styrkur til Þroska- og hegðunarstöðvar frá Kvenfélagi Garðabæjar
27.11.2012

Nýlega veitti Kvenfélag Garðabæjar Þroska- og hegðunarstöð (ÞHS) styrk að upphæð 200 þúsund til kaupa á tækjum sem nýtast í faglegri vinnu á stöðinni.

Styrkurinn verður nýttur til að festa kaup á myndavél og spjaldtölvu (iPad) til að nota við ráðgjöf og þjálfun.

Katrín Davíðsdóttir barnalæknir veitti styrknum móttöku á fundi kvenfélagsins, þar sem hún flutti stutta kynningu á starfsemi ÞHS.

Á myndinni eru frá vinstri Jóna Rún Gunnarsdóttir formaður Kvenfélags Garðabæjar og Katrín Davíðsdóttir.