Uppeldi barna með ADHD

Mynd af frétt Uppeldi barna með ADHD
09.01.2012

Skráning er hafin á námskeið um uppeldi barna með ADHD hefst fimmtudaginn 1. mars á Þroska- og hegðunarstöð, Þönglabakka 1.

Þetta námskeið er sérhannað til að hjálpa foreldrum að takast á við vandamál sem algeng eru hjá börnum með ADHD og tileinka sér gagnreyndar uppeldisaðferðir. Bent er á að betri árangur næst ef báðir foreldrar sækja námskeiðið.

Námskeið er 12 klukkustundir og skiptist í 6 hluta, 2 tíma í senn. Fyrstu 5 skiptin eru vikulega, en tvær vikur eru á milli næstsíðasta og síðasta tíma. Í hverjum tíma veita leiðbeinendur fræðslu um ákveðin grundvallaratriði, studd af námskeiðsgögnum.

Nánari upplýsingar um námskeiðið fást á námskeiðssíðum Þroska- og hegðunarstöðvar.