4. Norræna brjóstagjafaráðstefnan

Mynd af frétt 4. Norræna brjóstagjafaráðstefnan
11.03.2011

Fjórða norræna brjóstagjafaráðstefnan verður haldin á Íslandi dagana 31. maí - 1. júní 2011.

Ráðstefnan er ætluð brjóstagjafaráðgjöfum,hjúkrunarfræðingum, ljósmæðrum, læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki sem hefur áhuga á brjóstagjöf.

Ráðstefnan sem fer fram á ensku verður haldin á Grand Hóteli, Reykjavík. Dagskráin er mjög fjölbreytt og fyrirlesarar koma víða að.

Þátttökugjald: 22.000 kr. báða dagana og 13.000 kr. annan daginn fyrir íslenska þátttakendur.
Nemagjald 13.000 kr. fyrir báða dagana.
Kvöldverður: 31. maí í Iðnó, 7000 kr.
Þátttökugjaldið hækkar 15. apríl.

Framkvæmdanefnd skipa aðilar frá Félagi brjóstagjafaráðgjafa á Íslandi, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Lýðheilsustöð og Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands.

 Upplýsingar veitir Katrín Guðmundsdóttir