Vísindanefnd

Mynd af frétt Vísindanefnd
02.12.2010

Vísindanefnd Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) og Háskóla Íslands (HÍ) hefur nú formlega tekið til starfa og hélt sinn fyrsta fund 28. nóvember. 

Hlutverk nefndarinnar er öðru fremur að stuðla að öflugu vísindastarfi innan heilsugæslunnar. Hún mun meðal annars leggja mat á umsóknir og gefa umsögn um þær.

Nefndin starfar samkvæmt sérstökum samningi milli HH og HÍ og styðst að öðru leyti við Reglugerð um heilsugæslustöðvar nr. 787/2007, grein 20, þar sem tekið er fram að  Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins skuli stunda eða taka þátt í vísindarannsóknum á sviði heilsugæslu.

Ýtarlegar reglur um meðferð umsókna vegna vísindarannsókna innan HH er að finna á hér á vefnum. 

Nefndina skipa:

  • Jóhann Ág. Sigurðsson, formaður nefndarinnar (HH)
  • Jón Steinar Jónsson (HÍ)
  • Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir (HH)
  • Rúnar Vilhjálmsson (HÍ)
  • Sigríður Ýr Jensdóttir (HH)

Kristján Linnet er ritari og umsjónarmaður gagnavörslu. 

Á myndinni eru frá vinstri: Rúnar, Kristján, Jón Steinar, Ragnheiður Ósk, Jóhann Ág. og Sigríður Ýr.