Fræðadagar heilsugæslunnar 18. og 19. nóvember 2010. 
Grand Hótel, Reykjavík.
Ramminn
Þingið verður haldið á Grand Hótel Reykjavík, frá kl. 12:00 til 16:30 á fimmtudegi og frá kl. 8.30 til 16:00 á föstudeginum. Sjá nánar hér að neðan. Að auki er möguleiki að halda námskeið í tengslum við þingið fyrir hádegi á fimmtudeginum 18. nóvember.    
Dagskrá
Stefnt er að því að hafa fjölbreytilega dagskrá sem gæti höfðað til sem flestra starfsmanna heilsugæslunnar. Þar verður lögð áhersla á umræður í minni hópum (smiðjum) auk hefðbundinna aðalfyrirlestra, málþinga og frjálsra erinda. Ekki er gert ráð fyrir spjaldþingum (poster sessions). Dagskrá og fyrirlestrar verða að mestu birt á netsíðum. 
Helstu viðfangsefni þingsins verða væntanlega:  
- Stjórnun, starfsmannastefna og stefnumörkun
 - Ásýnd stöðva og viðfangsefni ritara, móttökuritara og kerfisstjóra
 - Lífsstíls-/örlaga-sjúkdómar (hjarta, reykingar, offita, sykursýki, geðraskanir o.fl.
 - Geðræn vandamál og félagsleg aðstaða, fjölskyldur, skóli o.fl.
 - Krabbamein
 - Forvarnir (einkum innan mæðraverndar, ung- og smábarnaverndar, tannverndar og skólaheilsugæslu)
 - Fjölskylduvernd
 - Skimanir
 - Öldrunarmál
 - Málefni innflytjenda
 - Almannatengsl (PR kontaktar)
 - Þroska og hegðunarvandamál
 - Kennsla og vísindi í heilsugæslu
 
Yfirumsjón og undirbúningur
Anna Margrét Guðmundsdóttir læknir hefur tekið að sér yfirumsjón með Fræðadögum 2010. 
Mótun dagskrár er í fullum gagni, en allar hugmyndir og vinnuframlag er vel þegið. Frestur til að senda inn efni rennur út 15. september.
Nánari upplýsingar veita:
Anna Margrét Guðmundsdóttir
Jóhann Ág. Sigurðsson 
Myndin er frá Fræðadögum 2009
