ADHD vitundarvika: Börn og meðferð

Mynd af frétt ADHD vitundarvika: Börn og meðferð
22.09.2010

Börn sem hafa ADHD glíma við ýmislegan vanda sem hefur áhrif á getu þeirra til að hafa stjórn á hegðun sinni og tilfinningum, ganga vel í félagslegum samskiptum og standa sig í skóla.

Til að hægt sé að styðja þau við að ná sem bestum tökum á vanda sínum og fyrirbyggja þróun flóknari erfiðleika er mikilvægt að vísbendingar um röskunina séu uppgötvaðar snemma og styrkleikar og veikleikar kortlagðir. Í framhaldinu þarf að standa til boða viðeigandi íhlutun.

Þau meðferðarúrræði sem gagnast best er samþætting hegðunarmótunar, stuðnings í skóla og fræðslu og þjálfun foreldra. Að auki gagnast lyfjagjöf vel í mörgum tilfellum.

Umræða um lyfjameðferð barna vegna ADHD kemur reglulega upp í samfélaginu og oft kemur þar fram ýmis konar misskilningur og villandi upplýsingar.

Á fræðslusíðunum er nýleg grein um lyfjagjöf við ofvirkni sem er áhugaverð lesning.