Uppeldi barna með ADHD

Mynd af frétt Uppeldi barna með ADHD
02.09.2010

Næstu námskeið fyrir foreldra barna með ADHD hefjast á Þroska og hegðunarstöð 14. september. 

Örfá pláss eru enn laus og fara skráningar fram í gegnum tölvupóst eða í síma 585-1350.

Námskeiðin miða að því að hjálpa foreldrum að tileinka sér uppeldisaðferðir sem henta börnum með ADHD og tengdar raskanir.

Nánari upplýsingar um námskeiðið Uppeldi barna með ADHD eru á námskeiðssíðum Þroska- og hegðunarstöðvar.