Sumarlokun síðdegisvaktar

  Sumarlokun síðdegisvaktar

  Mynd af frétt Sumarlokun síðdegisvaktar
  18.05.2010

  Síðdegisvakt heilsugæslustöðva Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins verður lokuð frá 16. júní til og með 15. ágúst.

  Bent er á að vaktþjónusta stöðvanna er opin fyrir skyndikomur og bráðaerindi frá kl. 8:00 til 16:00 virka daga. Eftir kl. 17:00 er Læknavaktin Smáratorgi opin og í neyðartilfellum skal hringt í 112.

  Hægt er að leita nánari upplýsinga á heilsugæslustöðvunum.